Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 11. júlí 2017

Nálamotta

Í mörg ár hef ég ætlað að sauma svona skipulagsmottu fyrir notuðu saumavélanálarnar mínar. Þær hafa legið hingað og þangað, og ég löngu búin að gleyma hvaða nálar voru hvað, og hverjar ég hafði notað í pappírssaum. 
Ég gerði lista yfir þær tegundir nála, sem ég á og nota, og saumaði nöfnin í saumavélinni.
Núna er allt á hreinu, og ég set títuprjón fyrir nálina, sem er í vélinni hverju sinni, í rétt hólf.

2 ummæli:

  1. Held ég skilji til hvers þetta er en allt sem er til að koma skipulagi á verkfærin er nauðsynlegt. ;)

    SvaraEyða
  2. Þetta er alger snild, takk fyrir að sýna.

    SvaraEyða