Aldrei þessu vant þá tók ég þátt í leyniverkefni í fésbókarhóp Kathleen Tracy. Hún býr til snið og kennir að gera smáteppi. Hópurinn heitir Kathleen Tracy's Small Quilt Lovers. Hún er líka með blogg og er tengill í það hér til hliðar á síðunni minni.
Verkefnið byrjaði í febrúar og lauk í ágúst. Það teygði sig yfir nokkuð langan tíma, en það hafðist.
Það er kannski ekki mín sterkasta hlið að gera eitthvað svona í blindni, en ég hafði bara gott af þessu.
Reyndar notaði ég aðra aðferð en hinir, sem tóku þátt, því ég saumaði allt með pappírssaum, en sniðin voru gefin upp í málum sem átti að skera eftir. Ég teiknaði allt upp í EQ7 eftir þessum málum og prentaði út pappírssniðin. Mér finnst að svo miklu nákvæmara og þægilegra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli