Í þó nokkurn tíma hef ég séð snið á netinu sem heita "Made by Runi".
Mér sýnist þetta vera sænsk kona, búsett í Noregi sem rekur þetta fyrirtæki ásamt fjölskyldu sinni.
Mig hefur lengi langað til að prófa snið sem heitir Everyday dress, og lét ég verða af því fyrir nokkrum vikum að panta það. Hún selur bæði útprentuð snið og rafræn á PDF skjölum sem maður prentar út og límir saman. Ég nenni því ekki og keypti því útprentað og fékk það sent, tók ekki nema viku að fá það hingað.
Grunnsniðið er heill kjóll í þremur síddum, eins og þessi efsti. Ég saumaði hann í mestu síddinni. Allar brúnir eru kantaðar með stroffefni.
Svo selur hún svoköllur "Add on" snið, en þá notar maður grunnsniðið af efsta kjólnum, en breytir efri hlutanum, og þá er hægt að hafa ermar (þrjár síddir mögulegar) og annað efni í toppnum ef vill.
Ég keypti sem sagt Add on pakkann líka.
Af gráa efninu keypti ég tvær síddir, var ekki viss um að ein sídd dygði, sem hún reyndar gerði, og átti ég því efni í neðri hluta á öðrum kjól, og bætti svörtu við að ofan og í ermar.
Þá sá ég að afgangurinn af svarta efninu dugði í stutterma efri topp, og í neðri hlutann setti ég efni sem ég hef átt lengi, og bryddaði með rauðu stroffefni, en hafði svart neðst.
Þetta snið býður upp á alls konar samsetningar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli