Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 2. nóvember 2018

Motta undir saumavélina


Ég saumaði mottu undir saumavélina, bæði af því að það er gott að hafa mottu undir og svo er auðveldara að hnika vélinni til á borðinu. Ég hef oft haft svona undir vélunum mínum, en þá bara gripið eitthvert stykki sem ég átti.
Ýmis lítil áhöld sem ég er alltaf að grípa til við saumaskapinn, eins og sprettari, pinsettur, fingurbjörg og stiletto, voru á bakka á bak við vélina, en eru nú í vasanum lengst til hægri.  Í miðjuvasanum geymi ég litlu skærin, og vasann til vinstri nota ég til að henda í afklipptum þráðum, sem ég ryksuga svo bara upp öðru hverju.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli