Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 24. mars 2019

Fiðrildi og fugl


Ég er smám saman að prófa munstrin í útsaumsvélinni.
Ég læri af því, og núna lærði ég til dæmis að halda áfram eftir að tvinninn slitnaði án þess að ég tæki eftir því strax.  Þá þarf að bakka með sporin, og byrja aftur á réttum stað.  

Ytra byrðið er afgangur af gardínum sem voru hér í húsinu þegar við keyptum það. Ég var áður búin að sauma fjóra innkaupapoka úr þeim, og þetta var pínulítill afgangur.  Að innan er vattstungið bómullarefni.
Og að sjálfsögðu hefur þessi taska fengið hlutverk.
+


Engin ummæli:

Skrifa ummæli