Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 10. apríl 2019

Dalíukjóll


Þetta er kjóll á eina ömmustelpuna, sem verður fjögurra ára í júlí. Hún er kjólastelpa, vill helst alltaf vera í kjól.

Uppskriftin er úr Prjónað af ást, og garnið heitir Drops Cotton Merino, keypt í Gallery Spuna.
Það er blanda af ull og bómull, og mér skilst að það dugi mjög vel í svona leikskólaföt. Ég sá flík í búðinni sem búið var að marg þvo, og það sá varla á henni.

1 ummæli: