Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 21. maí 2019

Northeasterly afgangateppi

  
Ég er mikið fyrir að nýta vel afganga, og hef búið til fullt af teppum, bæði prjónuðum og saumuðum, bara úr afgöngum.
Uppskriftin að þessu fæst á Ravelry, og snilldin við hana er sú að renningarnir eru prjónaðir saman jafnóðum.


Ég notaði litla hnykla af ungbarnagarni sem höfðu safnast fyrir.  Litirnir þurfa að passa nokkkuð vel saman, það gekk ekki að hafa t.d. rautt með þessum litum.  Gæti trúað að sprengt garn  í ýmsum litum kæmi best út í þessari uppskrift.
Ég prjónaði þangað til litlu hnyklarnir voru búnir, og þetta varð svona þokkalegt dúkkuteppi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli