Ég prjónaði Rúnna Júl peysu á elstu ömmustelpuna fyrr í sumar, en hún varð of stór. Bæði varð axlastykkið of sítt og peysan of víð.
Ég ákvað því að gera aðra á hana sem passaði, og svo ætlaði ég alltaf að prjóna þær líka á hinar tvær ömmustelpurnar. Svo bættist ömmustrákur í hópinn fyrir 2 vikum, og hann varð auðvitað að vera með, en peysan hans verður passleg á hann eftir u.þ.b. ár.
Ég notaði annað garn en í fyrra skiptið, Drops Cotton Merino.
Í stað þess að prjóna axlastykkið í ákveðna sídd, þá setti ég lykkjur á band fyrir ermar strax að lokinni síðustu útaukningu. Smellpassaði á stelpurnar.
Eins mældi ég bakhlutann á peysunum í stað þess að mæla í hliðum. Ég fann bara út hversu síðar ég vildi hafa þær að aftan, rétt niður fyrir rass, og þær eru æðislega flottar þannig.
Ég fitjaði líka upp á stærð fyrir 3 ára fyrir 4 ára stelpurnar, þá var víddin fín, og fyrir þá ömmustelpu sem er tæplega tveggja og hálfs, þá fitjaði ég upp á fyrir 2 ára og fyrir eins árs handa stráknum.
Varðandi síddina þá munaði stroffbreidd fyrir hverja stærð.
Ég mátaði peysurnar oft á meðan á prjónaskapnum stóð, það er kosturinn við að prjóna ofan frá og niður, og þannig fékk ég þær til að passa vel.
Uppskriftin fæst hér.
Dorps Cotton Merino keypti ég í Gallery Spuna.
Uppskriftin fæst hér.
Dorps Cotton Merino keypti ég í Gallery Spuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli