Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 9. júlí 2021

Dýrafjör og Småtroll húfa

Ég prjónaði peysuna Dýrafjör frá Ömmu Loppu á 22 mánaða ömmustrákinn minn. Ég valdi fílamunstrið handa honum því mér finnst það mjög fallegt, en það fylgja tvö önnur munstur í bekkinn. Hann verður tveggja ára í september, en ég hafði peysuna í stærð fyrir þriggja ára. Ég hafði líka færri lykkjur i stroffinu fremst á ermunum og fínni prjóna til að fá það þrengra. Ermarnar tolla þá betur uppi.

Svo varð þessi húfa til í vikunni líka. Ég gerði svona húfu á systur hans fyrir nokkru í bleiku, og hann var eiginlega búinn að eigna sér hana, var svo hrifinn af henni. Þá skellti amma bara í bláa handa honum. Uppskriftin er úr Klompelompe - strikk til hele familien og heitir Småtroll. Stærðin er á 3-6 ára, en aðeins grynnri en uppskriftin segir til um.


 Hann var mjög sáttur með þetta allt eins og sést á myndunum. Ég notaði Drops merino extra fine frá Gallery spuna og prjóna nr. 4, og nr. 3,5 og 3 í stroffin. 

1 ummæli: