Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 27. júlí 2021

Veifur

Mér finnst alltaf flott að skreyta með veifum, geri samt of lítið af því. Þessar saumaði ég í sumar til að hafa í morgun- og hádegishorninu við húsið okkar. Þær fá að hanga þegar ekki er hvínandi rok og rigning 🙂

                                     Ég valdi mismunandi stórrósótt efni, eitt fyrir hverja.


 Fyrir sex árum heklaði ég þessar veifur fyrir pallinn úr alls konar bómullarafgöngum. Myndin var tekin þegar þær voru nýjar. Þær hanga uppi í sumar en eru orðnar dálítið upplitaðar, en ég held að það sé mest öðru megin, ætla að prófa að snúa þeim næsta sumar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli