Ég er nýbúin að prjóna sumarvesti á ömmuskvísurnar mínar þrjár. Þær vildu allar þennann sama bleika lit, sem var bara fínt þangað til ég ætlaði að kaupa hann. Liturinn er nefnilega hættur í framleiðslu. Hvergi neitt til af honum nema örfáar dokkur með ólík lotunúmer á þeim stöðum sem ég tékkaði á, og þar var sko allt landið undir. En mér tókst þó að lokum að finna verslun á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem gat bjargað mér.
Bakið á vestunum er mjög skemmtilegt i laginu, og ekki síður gaman að prjóna það. Þau pössuðu vel á allar stelpurnar, ég valdi stærðir á sex og átta ára, en þær eru fimm og sjö ára.
Uppskriftin er úr Klompelompes sommerbarn og heitir Gurinevest. Garnið er Drops cotton merino og prjónastærðin er 3 og 3,5.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli