Þessir pottaleppar hafa aldrei ratað hér inn á bloggið mitt þótt nokkur ár séu síðan ég saumaði þá. Ég notaði venjulega saumavél, enda hafði ég ekki eignast útsaumsvél þá. Þetta munstur er úr bók sem heitir Redwork Designs, og venjan er að sauma þannig munstur með aftursting. En mér finnst svo miklu skemmtilegra að nota saumavél en að sauma svona myndir í höndum. Það er seinlegt, ég notaði þrefalda beina sauminn í vélinni og fór svo spor fyrir spor í strikin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli