Það er alltaf svolítið gaman að gera smá hrekkjavökuskraut, sérstaklega þegar maður fylgist með erlendum facebook hópum. Kreative Kiwi er með mjög virkan og skemmtilegan hóp á fésinu og þar fær maður hugmyndir. Þessi graskersstæða kemur í nokkrum stærðum, mín er 45 sm á lengd. Þetta er sama munstur og í færslunni hér aðeins neðar en þar sleppti ég andlitunum.
Blýantaskrautið er úr filti. Margar í hópnum saumuðu svona til að gefa börnum, sem von var á að bönkuðu upp á, í staðinn fyrir sælgæti. Ég gaf barnabörnunum mínum fjórum það sem ég gerði, fjögur á mann.
Svo stóðst ég ekki þessar sætu vofur. Þær eru bókamerki, en ég setti líka lykkju efst.
Að sjálfsögðu valdi ég nöfnin á litla uppáhaldsfólkinu mínu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli