Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 31. október 2024

🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃

 

Það er alltaf svolítið gaman að gera smá hrekkjavökuskraut, sérstaklega þegar maður fylgist með erlendum facebook hópum. Kreative Kiwi er með mjög virkan og skemmtilegan hóp á fésinu og þar fær maður hugmyndir. Þessi graskersstæða kemur í nokkrum stærðum, mín er 45 sm á lengd. Þetta er sama munstur og í færslunni hér aðeins neðar en þar sleppti ég andlitunum.

 

Blýantaskrautið er úr filti. Margar í hópnum saumuðu svona til að gefa börnum, sem von var á að bönkuðu upp á, í staðinn fyrir sælgæti. Ég gaf barnabörnunum mínum fjórum það sem ég gerði, fjögur á mann.


Svo stóðst ég ekki þessar sætu vofur. Þær eru bókamerki, en ég setti líka lykkju efst.


Önnur útgáfa af graskerjunum, stök í mörgum stærðum, alveg upp í diskamottustærð.


Svo bætti ég fjórum laufblöðum eftir að ég var búin að sýna fimm önnur neðar á síðunni. Læt þau fljóta hér með.


Að lokum skelli ég líka þessu hjarta með, sem ég saumaði fyrir tæpum tveimur árum en hef aldrei sett hér inn á bloggið. Þá var ég nýbúin að eignast MySewnet forritið og var að prófa allt mögulegt skemmtilegt, þar á meðal þetta. Það er sem sagt hægt að setja texta inn í margvísleg form, ég valdi hjartað. Svo raðast orðin á ýmsan hátt með ýmsum leturgerðum, og þegar maður er ánægður með það sem maður sér er vinnan fólgin í að teygja og toga stafina þannig að orðin fylli upp í flötinn. 
Að sjálfsögðu valdi ég nöfnin á litla uppáhaldsfólkinu mínu. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli