Fyrir fimm árum prjónaði ég eyrnabönd fyrir okkur stelpurnar í fjölskyldunni, sex stykki. Í haust bað ein ömmustelpan mig um að prjóna aftur hvítt eyrnaband fyrir sig, því trúlega hefur það gamla verið orðið of lítið. Það er hér að ofan. Uppskriftin heitir Chunky Twist og fæst á Ravelry.
Þegar ég svo prjónaði peysurnar á þær í haust átti ég nógan afgang í eyrnabönd í stíl við peysurnar. Heppilegt að það er gert ráð fyrir Drops Air í eyrnaböndin, sama garni og ég var með í peysunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli