Kennaraparið í fjölskyldunni uppgötvaði fyrir jólin í fyrra að eiginlega vantaði þau jólahúfur til að passa inn í stemminguna sem ríkir í skólanum svona rétt fyrir jólin. Ég lofaði að bæta úr því fyrir næstu jól og þetta er afraksturinn.
Uppskriftin er frá Ömmu Loppu. Garnið er frá Katia og heitir Craft Lover. Prjónarnir voru nr. 4. Ég prjónaði stærstu og næststærstu stærðina.

