Saumaherbergi Hellenar
Heildartala yfir síðuflettingar
mánudagur, 4. ágúst 2025
Cantaloupe sjal
laugardagur, 12. júlí 2025
Teppi úr gömlum efnum
Ég á mikið af efnum og eru mörg þeirra áratuga gömul, og voru gamaldags á þeim tíma sem ég fékk þau.
Ég ákvað einhverntíma að halda þeim sér og sauma eitthvað úr þeim sérstaklega og mörg þóttu mér ekki falleg. En þegar þau eru svona saman hefur samsetningin ákveðið yfirbragð sem ég er sátt við.
Una Lóa, yngsta ömmustelpan mín, aðstoðaði við myndatökuna í dag.
fimmtudagur, 19. júní 2025
Húsdýr
Það er svo margt til hjá Kreative Kiwii sem gaman er að vinna í útsaumsvélinni. Ég féll alveg fyrir þessum kisum sem eru í rauninni bollamottur en geta líka verið bókamerki eða bara hvað sem er. Þær fóru til barnabarnanna enda búa þau á kattaheimilum.
Svo freistaðist ég til að sauma restina af bústofninum, gat ekki skilið þessi eftir.
Hér eru þau svo öll samankomin. Þette er mjög fljótlegt og skemmtilegt verkefni og fæst eins og áður sagði á síðu Kreative Kiwii.
þriðjudagur, 27. maí 2025
Vettlingar
Einhvern tíma á útmánuðum prjónaði ég vettlinga á barnabörnin fjögur. Ég sá nýtt garn frá Drops í Gallery Spuna og langaði að prufa það. Finnst það koma skemmtilega út í svona vettlingum. Ég notaði uppskriftina góðu sem er frí á heimasíðu Storksins, Randalíus. Garnið heitir Fiesta.
föstudagur, 2. maí 2025
Páskaskraut
Minni lengjan er 30 sm og var sú minnsta, og sú stærri um 46 sm, en hægt er að hafa þær ennþá stærri.
Ég er ekki viss um að myndirnar sýni alveg réttu hlutföllin, munurinn er ekki alveg eins mikill og þær sýna.
þriðjudagur, 22. apríl 2025
Kanínubangsar
Nýlega sá ég þessa sætu kanínubangsa á síðu Kreativ Kiwii og saumaði handa barnabörnunum. Þau virðast aldrei fá nóg af mjúkdýrum og alls konar böngsum. Bangsarnir eru alfarið saumaðir í útsaumsvélinni fyrir utan eitt lítið op fyrir fyllinguna sem þarf að handsauma.
föstudagur, 4. apríl 2025
Aðventusjal/Adventsjal
Ég hef áður prjónað þessa uppskrift. Mér finnst gaman að prjóna hana og stærðin og lagið á sjalinu er akkúrat eins og ég vil hafa það. Það heitir Aðventusjal, en þegar komið er svona nálægt páskum finnst mér hálf skrítið að vera að sýna sjal með þessu nafni. En það var prjónað fyrir þó nokkru síðan, ég hef það mér til afsökunar. Hér eru allar upplýsingar um hvar uppskriftina er að finna. Ég man ekkert hvaðan garnið er, átti það í handlitaða garnsafninu mínu, en prjónarnir voru nr. 4.
miðvikudagur, 19. mars 2025
Northeasterly úr útsaumsgarni
Í gegnum tíðina hefur safnast upp hjá mér mikið af útsaumsgarni. Ég var búin að koma því fyrir uppi á háalofti og það pirraði mig að vita af því þarna og engin plön um að nota það.
Síðasta sumar vantaði mig eitthvað á prjónana til að hafa með í húsbílaferð og sótti garnið upp á háaloft. Valdi mér aftur uppskriftina Northeasterly sem ég hef prjónað áður, en hún hentar svo vel þegar garnið er allavega og mismikið af hverjum lit.
Ég notaði einungis ullargarn, geymdi allt annað. Svona leit bakhliðin út hjá mér, en uppskriftin gerir ráð fyrir að gegnið sé frá endum jafnóðum með því að vefa þá í prjónið jafnóðum, en það er ekki almennilegur frágangur í mínum huga. Hins vegar er þráðurinn í einni dokku ekki langur, ég tala nú ekki um ef búið er að taka af henni, þannig að endarnir urðu mjög margir sem ganga þurfti frá.
Uppskriftin heitir sem sagt Northeasterly og fæst á Ravelry.
þriðjudagur, 11. mars 2025
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)