Saumaherbergi Hellenar
Heildartala yfir síðuflettingar
þriðjudagur, 27. janúar 2026
Þvottastykki
föstudagur, 23. janúar 2026
Prjónaðir pottaleppar
Þessa pottaleppa fann ég á síðu garnstudio.com. Ég prjónaði aðra eftir uppskrift á síðunni þeirra fyrir nokkrum árum og það eru með bestu pottaleppum sem ég á. Þeir eru prjónaðir í hring og lagðir tvöfaldir saman og saumaðir á endunum og verða þykkir og góðir. Ég notaði Muskat frá Gallery spuna og prjóna nr. 3.
sunnudagur, 28. desember 2025
Eyrnabönd
laugardagur, 27. desember 2025
Jólajóla
þriðjudagur, 23. desember 2025
(Jóla)músagangur
Ég sá pakkningu með uppskrift og garni í þessar jólalegu mýs og fannst þær svo sætar að ég varð að prjóna þær. Auðvitað hafði ég barnabörnin í huga en ég hélt samt eftir þremur fyrir mig en leyfði þeim öllum að velja sér tvær hverju.
miðvikudagur, 26. nóvember 2025
Jólahúfur
Kennaraparið í fjölskyldunni uppgötvaði fyrir jólin í fyrra að eiginlega vantaði þau jólahúfur til að passa inn í stemminguna sem ríkir í skólanum svona rétt fyrir jólin. Ég lofaði að bæta úr því fyrir næstu jól og þetta er afraksturinn.
Uppskriftin er frá Ömmu Loppu. Garnið er frá Katia og heitir Craft Lover. Prjónarnir voru nr. 4. Ég prjónaði stærstu og næststærstu stærðina.
föstudagur, 31. október 2025
Fljúgandi gæsir
miðvikudagur, 22. október 2025
Vorflétta
Þetta er Vorflétta eftir Auði Björt. Hún kemur í tveimur stærðum og valdi ég þá minni. Í hana átti að duga ein 100 gr. hespa, 400 metrar. Það fór aðeins meira hjá mér, um 106 grömm, en það gerði ekkert til því ég var með 150 gr. hespu frá Handprjóni, en man ekki hvað hún hét. En ég er mjög ánægð með þetta smásjal og gaman að prjóna það.
Það er eitt af aðalsmerkjum Auðar Bjartar að sjölin og teppin líta eins út beggja megin, það er hvorki ranga né rétta.
Þegar þetta er skrifað er bleiki dagurinn, og ég skartaði því í fyrsta sinn í dag þegar ég útréttaði um borg og bý.
miðvikudagur, 17. september 2025
Haustverkin
Hjá mér eru haustverkin ekki sláturgerð eins og áður eða berjatínsla, heldur vettlingaprjón á barnabörnin.
Að þessu sinni notaðist ég næstum eingöngu við afganga frá vettlingaprjóni undanfarinna missera. Það urðu margar rendur og litaskipti og þar af leiðandi margir endar að ganga frá. En það er ekki leiðinleg vinna, bara handavinna eins og annað.





























