Saumaherbergi Hellenar
Heildartala yfir síðuflettingar
fimmtudagur, 13. febrúar 2025
Vettlingar og sokkar
þriðjudagur, 28. janúar 2025
Býkúpa
Garnið er Drops merino extra fine (kemur engum á óvart), prjónarnir nr. 3 og 4 og stærðin passar á 6-8 ára.
þriðjudagur, 31. desember 2024
Chunky Twist eyrnabönd
Fyrir fimm árum prjónaði ég eyrnabönd fyrir okkur stelpurnar í fjölskyldunni, sex stykki. Í haust bað ein ömmustelpan mig um að prjóna aftur hvítt eyrnaband fyrir sig, því trúlega hefur það gamla verið orðið of lítið. Það er hér að ofan. Uppskriftin heitir Chunky Twist og fæst á Ravelry.
Þegar ég svo prjónaði peysurnar á þær í haust átti ég nógan afgang í eyrnabönd í stíl við peysurnar. Heppilegt að það er gert ráð fyrir Drops Air í eyrnaböndin, sama garni og ég var með í peysunum.
miðvikudagur, 18. desember 2024
Strákavesti
Ég fitjaði upp á stærð 5-6 ára, en drengurinn er fimm ára síðan í haust, og hafði síddina nær 6-8 ára stærðinni, því hann er frekar langur.
Garnið er Dale Lille Lerke, blanda af ull og bómull, og prjónastærðin var nr. 4.
fimmtudagur, 12. desember 2024
Dúkkukjólar

Ég fékk út úr þessu þrjá kjóla og einn skokk (sem ég er ekki búin að sauma) og nokkrar nærbuxur á dúkkurnar. Ef vel er að gáð liggur út og suður í þráðréttunni hjá mér, aðalatriði var að ná sem mestu út úr efninu. Kjóllinn er sem sagt úr dúkkusniðapakka frá Ida Victoria, sem ætlaður er fyrir Baby born, en í þessu tilfelli passaði hann vel á OG dúkkurnar. Nærbuxurnar eru úr sama pakka, og líka frá Kreativistine.

sunnudagur, 24. nóvember 2024
Skólapeysur
fimmtudagur, 31. október 2024
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃

Það er alltaf svolítið gaman að gera smá hrekkjavökuskraut, sérstaklega þegar maður fylgist með erlendum facebook hópum. Kreative Kiwi er með mjög virkan og skemmtilegan hóp á fésinu og þar fær maður hugmyndir. Þessi graskersstæða kemur í nokkrum stærðum, mín er 45 sm á lengd. Þetta er sama munstur og í færslunni hér aðeins neðar en þar sleppti ég andlitunum.
Blýantaskrautið er úr filti. Margar í hópnum saumuðu svona til að gefa börnum, sem von var á að bönkuðu upp á, í staðinn fyrir sælgæti. Ég gaf barnabörnunum mínum fjórum það sem ég gerði, fjögur á mann.
Svo stóðst ég ekki þessar sætu vofur. Þær eru bókamerki, en ég setti líka lykkju efst.
Að sjálfsögðu valdi ég nöfnin á litla uppáhaldsfólkinu mínu.
laugardagur, 26. október 2024
Tvær Erlur
Ég hugsa að pörin af Erlu sem ég hef gert séu að verða hátt á annan tuginn. Flest þeirra hef ég prjónað úr Flora frá Drops, en eitthvað úr sokkagarni frá Vatnsnesi.
Í þessa notaði ég Flora og prjóna nr. 2.
fimmtudagur, 10. október 2024
🍂 Haust 🍁
Ég hef gaman af því að skreyta smávegis eftir árstíðum. Þetta haustföndur varð til í útsaumsvélinni. Haustlitirnir í efnunum skila sér ekki alveg í útibirtunni, eru í rauninni dýpri og hlýrri.
Lengjan er um 45 cm, en hún kemur í styttri og nokkrum lengri útgáfum í munstrinu.Svo saumaði ég nokkur laufblöð í tveimur stærðum, koma stærri líka. Þessi eru fín sem glasamottur eða bara til að fleygja á borð til að skreyta. Bæði munstrin eru frá Kreativ Kiwi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)