Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 28. janúar 2009

Saumavélarhlíf og "Red Sky at Night"

Þá er saumavélarhlífin tilbúin. Ég hef átt þrjár saumavélar um ævina, en þetta er í fyrsta sinn sem ég læt verða af því að sauma hlíf, þótt ég hafi alltaf ætlað að gera það. Ég gerði útreikninga og munstur í EQ6, og saumaði með pappírssaum. Myndin framan á er frá Bareroots, keypti sniðið í Virku.
Gerði smá rauf fyrir snúrurnar, og líka fyrir hnélyftarann framan á. Dálítið mál að setja kantinn á vegna þessa.

Að sjálfsögðu valdi ég svo uppáhaldslitina mína fyrir bútasauminn, og af því að vélin hefur ógrynni af skrautsaumum, þá vélsaumaði ég bryddinguna til hliðanna. Undir hana setti ég strauflíselín, sem var hægt að rífa burt.

Ég saumaði myndina með perlugarni, og hafði vatt undir þegar ég saumaði með aftursting


Svona lítur "Red Sky at Night" út þegar búið er að ganga frá því.Ég er vön að nota bómullarvatt í allt sem ég geri, en keypti polyestervatt af rælni í þetta sinn, en mér fannst ekki jafn gott að stinga í það og í bómullarvattið. Kannski er þetta spurning um vana.
Engin ummæli:

Skrifa ummæli