Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 19. október 2009

Sokkar úr afgöngum

Um daginn flokkaði ég allt garnið mitt betur, og setti allt í glæra plastpoka. Ég sá að það hafði safnast aftur fyrir heilmikið af léttlopa.
Þessir sokkar á tveggja ára urðu til fyrir framan sjónvarpið á kvöldin nú í september og fram í október.

Eins og sést, þá er nóg eftir í körfunni. Uppskriftin er úr tímariti Heimilisiðnaðarfélagsins, Hug og hönd 2008. Ég reikna með að sokkarnir fari til Rauða krossins.



2 ummæli: