Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 27. desember 2009

Heklað á aðventunni

Ég datt í það að hekla á aðventunni. Þessar bjöllur gerði ég á seríur og gaf aðra þeirra.
Ég stífaði þær á frauðplastbjöllur, sem fást í föndurbúðum. Mínar voru keyptar í föndurbúð inni í Mörkinni í Reykjavík og eru 5 cm háar.
.Sykurvatnsblönduna hafði ég einn á móti einum. Seríurnar fékk ég í Garðheimum.
Svo hef ég lengi ætlað að hekla svona diskadúka. Nú lét ég verða af því og heklaði sex stykki.
Mér finnst gaman að leggja eitthvað ofan á diskana þegar ég dekka borðstofuborðið, sérstaklega þegar ég dekka fyrir aðfangadagskvöld á Þorláksmessu. Hér er uppskriftin. Ég heklaði stærri dúkinn en notaði Solberg heklugarn og nál nr. 1.75.

8 ummæli:

  1. Þetta er mjög fallegt, gaman að sjá seríuna þína, vonandi hefurðu haft það gott um hátíðirnar, kveðja frá okkur í Lækjarhvamminum.

    SvaraEyða
  2. Flottar bjöllur : )

    SvaraEyða
  3. Þetta er einstaklega fallegar seríur hjá þér

    SvaraEyða
  4. Hello Can you please share the pattern for those beautiful bells..please???

    Thanks!!

    SvaraEyða
  5. Dzwoneczki przecudne :) i wspaniały pomysł, Pozdrawiam i zapraszam do siebie :)

    SvaraEyða
  6. Lindo http://artesamaos-artesanato.blogspot.com.br/

    SvaraEyða
  7. Such beautiful bells you are very clever is there a pattern I could buy please keep up the lovely work 😊

    SvaraEyða