Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 13. desember 2009

Peysa og jólasveinahúfa

Þessa peysu prjónaði ég handa minnstu frænku minni, henni Úlfhildi Sjöfn, afabarninu hans bróður míns, en hún átti tveggja ára afmæli þann 10. desember, og hélt upp á afmælið sitt á laugardaginn.
Uppskriftin er úr Lopa 29.

Svo stóðst ég ekki mátið þegar ég opnaði gluggann á jóladagatalinu mínu þann 1. desember, og gerði þessa jólasveinahúfu líka, úr alpacaull.
Mér finnst voða gaman að opna glugga á hverjum degi í desember fram að jólum.3 ummæli:

 1. Æ það er svo fallegt þetta Bláklukku mynstur, litirnir koma líka vel út, svo er nú alltaf svo gaman að hafa prjónaða jólasveinahúfu ;o)
  Kv Soffía

  SvaraEyða
 2. Smart peysa, fallegir litir. Jólasveinahúfan er líka mjög falleg, stúlkan hefur örugglega verið ánægð með þessar gjafir.

  SvaraEyða
 3. Peysan og húfan hittu svo sannarlega í mark! Alltaf þegar Úlfhildur Sjöfn setur á sig húfuna segir hún "hó hó hó" :) Kv. Olga og Rúnar

  SvaraEyða