Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 30. maí 2010

Lítil saumamotta

Ég var að fletta í gegnum bloggið hennar LeKaQuilt, sem er mjög fallegt og áhugavert, og þá sá ég mjög einfalda hugmynd, sem ég er alveg hissa á að mér skuli ekki hafa dottið sjálfri í hug.
Kannist þið ekki við það þegar þið eruð að sauma í höndum, kannski í hægindastól í stofunni, að það er eins og maður geti ekki almennilega lagt frá sér skærin, nálina, tvinnann o.s.frv.?

LeKaQuilt saumaði sér litla mottu fyrir smáhlutina! Auðvitað þurfti ég að gera svona líka. Ég ákvað að hafa þríhyrninga, því ég átti fullt af þannig afskurði úr öðrum teppum.

Ég prentaði út pappírssnið í hæfilegri stærð úr EQ6, þannig að hver ferningur er ein og hálf tomma.

Svo stakk ég í saumförin og líka fríhendis og voila!!

5 ummæli:

 1. Så flott liten Quilt!
  Fin måte å bruke opp rester på, også er det veldig koselig med en liten quilt på bordet :o)

  SvaraEyða
 2. I love this mini, Hellen but I really LOVE your scrappy Irish Chain in your last post. It is absolutely wonderful! Great job!

  SvaraEyða
 3. very cute - wonderful mini
  Karen
  http://karensquilting.com/blog/

  SvaraEyða
 4. þetta er æðislegt hjá þér ....ég safna ísboxum þar sem ég geymi alla afganga....þegar ég er andlaus í saumaskapnum er ágætt að taka allar druslur og skera í td 2" eða 21/2" og geyma í þartil merktum boxum

  SvaraEyða