Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 2. júní 2010

Taska

Þessa tösku saumaði ég fyrir stuttu. Sniðið fékk ég í Ingelise´s symagasin feb/2010. Efnið keypti ég í Ikea, bæði fóðrið og ytra byrðið.
Leiðbeiningarnar eru reyndar arfavitlausar í blaðinu. Það er t.d. alveg óþarfi að loksauma eða sikk sakka allar brúnir, því þær lokast allar inni í töskunni, og svo verður að loka axlasaumnum síðast í höndum, þegar búið er að snúa töskunni við, en í leiðbeiningunum átti bara að skilja eftir op í botninum á fóðrinu. En þetta gekk að lokum, enda grunaði mig að þetta stæðist ekki.
Myndin er tekin úti á svölunum hjá mér kl. tíu um kvöld!

2 ummæli:

  1. Så vacker väska i fint tyg! Jag har tänkt att sy en i samma modell nån gång när jag hinner :)
    Ha det bra!

    SvaraEyða
  2. Ég er nokkrum sinnum búin að reyna að setja athugasemd hér en fæ alltaf villumeldingu, þetta er í síðasta skipti sem ég reyni ;) en allavega þá finnst mér taskan flott.

    SvaraEyða