Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 14. júní 2010

Löber

Ég hef verið með það í kollinum lengi að gera svona löber. Hugmyndin var nú samt að hann yrði meira hvítur, en þetta varð útkoman. Ég keypti engin efni í hann, heldur notaði efni úr "stashinu" mínu, eins og ég geri yfirleitt. Ég notaði líka blúnduafganga sem ég átti og varð að halda mig þá búta sem voru nógu langir.
Svo fannst mér upplagt að nota einhverjar af þeim 222 saumgerðum sem saumavélin býður upp á. Krosssaumurinn er líka úr henni.

Ég var með dúkinn á saumaborðinu dálítið lengi og gerði pínulítið á dag, og þurfti svo að hugsa málið.


Svo má líka nota hann sem borðmottu undir te fyrir tvo!




4 ummæli:

  1. Mér finnst svo flott þegar það er sett blúnda eða eitthvað annað í bútasauminn, það er ótrúlegt hvað það er hægt að gera margt úr afgöngunum. Hlakka til að sjá þennan með eigin augum, eftir ekki svo mjög langan tíma :)

    SvaraEyða
  2. WOW så lekker den er! Nydelige stoffer har du også brukt. Liker også keramikken du har på bordet :o))

    SvaraEyða
  3. For et fint dekket bord med ny fin løper under.

    SvaraEyða
  4. I love the touch of lace that you added.
    Karen
    http://karensquilting.com/blog/

    SvaraEyða