
Þessi var að detta af prjónunum hjá mér. Ég prjónaði hana á eldri son minn, sem vildi hafa hana alveg einlita, en uppskriftin heitir Sátt og er í Lopa 29. Þar er hún prjónuð úr tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 5,5. Ég notaði hins vegar léttlopa til að fá hana þynnri, en notaði sömu prjónastærð og í uppskriftinni.

Hann vildi hafa hana þrönga og ekki of stóra, og eins og sjá má þá smellpassar hún á manninn!
Snygg tröja, passar stilig man perfekt!
SvaraEyðaGod helg!
flott peysa á flottum strák :)
SvaraEyða