Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 5. október 2011

Starry Night

Þetta litla, haustlega veggteppi var ég að klára og hengdi það upp í eldhúsinu. Munstrið er fengið af diski, sem ég pantaði frá Electric Quilt Company, og hefur að geyma snið og leiðbeiningar að bútasaumsmyndum eftir þær Cori Dereksen og Myra Harder.
Ég hef áður saumað eftir munstri frá þeim og er mjög hrifin af þeim. Það leið ekki nema rúm vika frá því ég pantaði diskinn og þar til hann var kominn í hús.

1 ummæli: