Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 8. júlí 2018

Skírnargjöf

Lítill vinur, sem tengist mér fjölskylduböndum, var skírður um hvítasunnudag.

Af því tilefni prjónaði ég þessar flíkur á hann.

Allar uppskriftirnar eru úr Klompelompe bókunum.

Garnið er Drops baby merino, og í lambhúshettuna notaði ég með því Drops merino extra fine.

Peysan og vestið eru á eins árs, en lambhúshettan á 6 mánaða.

1 ummæli: