Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 30. ágúst 2022

Pennaveski


Ég er mikið fyrir að skrifa hjá mér alls konar hluti í ýmsar bækur, hef t.d. haldið dagbók núna í rúm 13 ár þar sem ég skrifa niður það helsta sem hefur borið við þann daginn. Svo á ég skissubækur, skipulagsbækur o.fl. 

En stundum þarf að leita að penna eða blýanti til að skrifa með, pínu vesen alltaf.


Ég rakst á þessi frábæru pennaveski á Instagram um daginn og fann svo uppskrift á Pinterest.


Teygjunni er smeygt yfir bókarkápuna, skriffærum skutlað í veskið og svo fylgja þau bara bókinni. Snilld!!



Þetta var svo skemmtilegt verkefni að ég gat ekki hætt. Þetta hefði ég viljað hafa þegar ég var í kennslu, mjög kennaravænt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli