Fyrr í sumar prjónaði ég peysuna Aðalvík á yngsta barnabarnið og er færsla um það neðar á síðunni.
Þessa gerði ég svo á systur hans sem er nýorðin 7 ára. Hún valdi litinn sjálf, vínrauðan, og er hann töluvert dekkri en myndirnar sýna, kom svona skær út í dagsbirtunni. Er mjög fínn á henni.
Ég prjónaði stærð á 6-8 ára, hún er fallega síð á henni og passar vel.
Garnið er Drops merino extra fine, keypt i Gallery Spuna í Hamraborg. Prjónastærðin er 3,5 og 4, og uppskriftin að sjálfsögðu frá Ömmu Loppu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli