Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 29. júlí 2022

Hilda hoodie


 Ég hef verið í smá fatasaumastuði í sumar, og það er m.a. því að þakka að þessi peysukjóll varð til. Reyndar er þetta hettupeysusnið, en ég valdi að sauma frekar kraga en hettu og að hafa þetta frekar kjól en peysu og síkkaði hann því aðeins. Það er hægt að hafa vasa framan á, sem ég sleppti. Ermarnar eru dálítið langar samkvæmt sniðinu, þær eiga að vera það, en það er hugsanlegt að ég stytti þær seinna. Ég kippi alltaf ermum upp og þær eru heldur efnismiklar til þess. Hann er hlýr og þægilegur og bíður haustsins.

Efnið, sem er French terry, keypti ég í Litlu músinni á Akranesi, en stroffefnið í Föndru. Sniðið pantaði ég frá hinni norsku Ida Victoria. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli