Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 10. júlí 2022

Karin hverdagscardigan

Fjórða peysan sem ég sauma eftir sniðinu sem ég keypti hjá Ida Victoria. Nota hinar svo mikið að mér þótti sjálfsagt að bæta við einni bleikri. Yngsta ömmustelpan sem er mjög bleik og hefur mikinn fataáhuga sá mig fara í hana í gær og sagði strax: flott peysa, amma, viltu vera í henni í afmælinu mínu (sem er reyndar nýbúið), já, en þá bara í Ylfu afmæli….  Tek sko alveg mark á þessari dömu, reyni oft að vera í bleiku þegar von er á að hitta hana.


 Efnið er kallað vöfflujersey vegna vefnaðarins og er bómull með 5% teygju, en það teygist frekar mikið. Ég lét því saumaráðgjafann í Husqvarnavélinni velja rétta sporið til að falda með teygjuefni og hann valdi þetta spor. Efnið pantaði ég að utan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli