Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 25. júlí 2022

Aðalvík með húfu

Prjónaði duggarapeysu á litla manninn minn, sem verður 3 ára eftir rúman mánuð. Hafði stærðina á 4 ára og passar hún vel á hann. Prjónuð ofanfrá, sem mér finnst langbest þegar ég prjóna á börn. Pilturinn valdi sjálfur litinn sem er heldur grænblárri en á myndunum.

Svona merki ég allt sem ég prjóna á barnabörnin, enda týnist ekkert.

Skellti líka í húfu, en hún fylgdi ekki uppskriftinni. Studdist við uppskriftina Nordigjønå-lue sem er í Klompelompe vinterbarn, en notaði einn munsturbekkinn úr peysuuppskriftinni.

 Húfan er á 3-6 ára og prjónuð á prjóna 3 og 3,5, en peysan á prjóna 3,5 og 4.  Garnið er Drops Merino Extra Fine (hvað annað?), keypt í Gallery Spuna í Hamraborg og uppskriftin, sem heitir Aðalvík, er frá Ömmu Loppu.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli