Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 20. ágúst 2024

Melkorka


 Þessi mynd heitir Melkorka. Hún er frá Saumakassanum eins og aðrar þrjár myndir sem ég hef saumað. Ég splæsti henni á mig í vor þegar ég sá fram á að verða ein í húsinu í tæpa viku í júní þegar eiginmaðurinn og synirnir tveir færu í feðgaferð til Lissabon, gjöf frá sonunum til pabba síns í tilefni stórafmælis hans fyrir nokkru. Ég er ekki vön því að vera ein og eiginmannslaus heima svona lengi, og hlakkaði ekki til þess, en ákvað að eiga myndina tilbúna svo ég hefði eitthvað til að hlakka til, og byrjaði ekki á henni fyrr en þeir voru farnir. Hún er frekar fljótsaumuð, enda mikið um beinar, samsíða línur. Skemmtilegt verkefni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli