Ég held áfram að auka aðeins fataeign dúkknanna á meðan ömmustelpurnar hafa gaman af því að leika sér með þær. Leikurinn gengur mikið út á að klæða þær upp á fyrir alls konar tilefni. Þær eru ýmist að fara í partý, ferðalög eða annað.

Svo var ég búin að prjóna þessar peysur, kannski ekki mjög sumarlegar, en það verður að hafa það. Þær eru bara prjónaðar af fingrum fram, byrja efst á þeim öllum og svo getur maður bara gert alls konar útgáfur, stuttar eða síðar ermar, mismunandi kraga, hneppt að framan eða aftan, stroff eða garðaprjón og líka kjóla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli