Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 6. ágúst 2024

Meira af dúkkufötum


Ég held áfram að auka aðeins fataeign dúkknanna á meðan ömmustelpurnar hafa gaman af því að leika sér með þær. Leikurinn gengur mikið út á að klæða þær upp á fyrir alls konar tilefni. Þær eru ýmist að fara í partý, ferðalög eða annað.


Mér var bent á að þær ættu ekki almennileg sumarföt og ég var beðin um að redda því áður en þær kæmu næst. Svo opnuðu þær skúffu með efnum frá mér og völdu efni í hvelli áður en þær fóru heim. Sniðið fann ég frítt á netinu, það er frá Bankky/Craftymom. Sniðið er af stuttbuxum en kemur meira út eins og buxnapils á stærri dúkkunum, en passar betur á þá minni, en stelpurnar voru sáttar.

Svo var ég búin að prjóna þessar peysur, kannski ekki mjög sumarlegar, en það verður að hafa það. Þær eru bara prjónaðar af fingrum fram, byrja efst á þeim öllum og svo getur maður bara gert alls konar útgáfur, stuttar eða síðar ermar, mismunandi kraga, hneppt að framan eða aftan, stroff eða garðaprjón og líka kjóla. 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli