Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 30. september 2024

Dúkkukjólar


Einhvern tíma í sumar prjónaði ég þessa kjóla á dúkkurnar. Ég var ekki með sérstakar uppskriftir af þeim, heldur notaði ég uppskriftirnar af dúkkupeysum og kjól sem ég skrifaði um í þessari færslu, sem grunn til að miða við. Þar fæ ég lykkjufjöldann og skiptingu í ermar og bol, þar sem byrjað er að prjóna ofan frá. Svo er bara að hafa stuttar eða langar ermar, útvítt eða beint o.s.frv. Mjög auðvelt að spinna þetta upp jafnóðum. 
Allir kjólarnir eru hnepptir að aftan.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli