Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 30. desember 2009

Íslenska rósin

Þessi löber heitir "Íslenska rósin" og er sniðið eftir hana Elínu Guðjónsdóttur á Þverlæk.
Mér finnst svo frábært hvernig hún kemur íslenskum munstrum og þjóðlegum myndum inn í bútasauminn.Ég keypti sniðið í Quiltbúðinni á Akureyri í fyrra, og það eru nokkrir mánuðir síðan ég setti löberinn saman og átti í rauninni bara eftir að sauma niður kantinn og stinga. Það gerði ég milli jóla og nýárs.

Ég þurfti aðeins að velta því fyrir mér hvernig best væri að stinga, og eftir að hafa stungið í saumförin eins og venjulega varð niðurstaðan sú sem sést á myndunum.
Auðvitað freistaðist ég til að teikna rósina upp á pappír til að sauma eftir. Mér er ekki viðbjargandi þegar kemur að pappírssaum.

Reyndar áttu að vera fjórir litir í rósinni, og ætlaði ég að hafa rauðan, grænan, bláan og fjólubláan, en ég fékk ekki það jafnvægi á litina sem þurfti, og því hafði ég meira af rauða litnum, sem mér finnst bara koma vel út.
Núna er ég að sauma annan löber eftir Elínu, Þorralöber. Sýni hann þegar ég er búin.





5 ummæli:

  1. Løperen er nydelig! Gleder meg også til å se den neste.
    Ønsker deg et riktig godt nytt år!

    SvaraEyða
  2. Þessi jólarós er alveg rosalega skemmtileg og þegar ég sá þorralöberinn þá gat ég ekki stillt mig og pantaði hann. Það verður gaman að hafa hann yfir þorrann og allt árið um kring í sumarbústaðnum sem ég ætla einhvern daginn að eignast. ;o)
    Gleðilegt ár
    Kv Soffía

    SvaraEyða
  3. Löberinn er mjög fallegur, þjóðlegur eins og þú segir.

    SvaraEyða
  4. Sæl Hellen, ég óska þér og þínum innilega gleðilegs árs og þér þakka ég fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf á síðasta ári og ég veit að það verður áfram gott að vinna með þér á nýja árinu. Löberinn er fallegur og ég var lengi að reyna að muna af hverju þú hættir við einn litinn en svo kom það! Snilldarlausn!

    SvaraEyða
  5. Takk fyrir hlýjar ferðakveðjur á blogginu mínu.
    Ég er sammála þér um litavalið á löbernum. Rauði liturinn lyftir rósinni mikið.

    SvaraEyða