
Þessi dúkur er eins konar æfingastykki fyrir mig í "needle turn" applíkeringu. Ég hef sjaldan applíkerað þannig, þó aðeins, og langaði að prófa það aftur.

Blokkina fann ég í EQ7, og valdi svo litina þannig að ég vildi hafa þá ljósa en ekki skæra.

Svo hef ég ekki prófað áður að nota samsettan bakgrunn fyrir mynd, svo nú er ég búin að því líka! En það á ég eftir að gera aftur, því mér finnst það koma vel út.
Your block is beautiful :)
SvaraEyðaNydelig! Vakkert aplikert og vakre stoffer. Denne lille quilten får meg til å smile - absolut sjarmerende :o))
SvaraEyðaHa en riktig fin uke.
Et kunstverk!
SvaraEyðaMjög fallegt :)
SvaraEyðaKveðja, Ásta.
Nydelig,nydelig. Så fine farger og så flott mønster!
SvaraEyðaFrábær handavinna hjá þér. Ég skoða oft myndirnar hjá þér.
SvaraEyðaMig langar svo að vita hvar þú fékkst myndina í bannerinn þinn, getur þú vísað á síðu með þessu munstri eða leiðbeiningum eða sagt mér eitthvað nafn til að elta uppi á netinu?
Kristín
Sæl, Kristín, og þakka þér fyrir hrósið! Myndin efst á síðunni er af teppi sem ég gerði eftir bók Eleanor Burns, og heitir bókin Quilt Trough the Seasons. Bókin hefur stundum fengist í Virku, og svo er hægt að kaupa hana á Amazon. Bækurnar hennar Eleanor eru alveg frábærar og mjög eigulegar. Hún er líka með heimasíðu, bara "gúggla" nafnið hennar. Vona að þú sjáir þetta hérna í athugasemdadálkinum!
SvaraEyðaKveðja, Hellen
Takk fyrir Hellen.
SvaraEyðaÉg er búin að finna hana og skoða síðuna.
Ég beið í ofvæni eftir svari frá þér, því að ég er ekki mikið fyrir að skrifa á svona síður!
Flottur renningur sem þú settir inn í dag!
B.kv.
Kristín