Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 22. apríl 2011

Lúruteppi

Þetta lúruteppi var ég að ljúka við. Mig langaði í teppi þar sem ég gæti notað sem mest af efnunum mínum og nýtt litla búta líka. Svo varð ég voða ánægð þegar ég fór að undirbúa að sauma kantinn í kring og sá að ég átti nóg af afskurði af gömlum kantstrimlum sem ég gat skeytt saman og þurfti ekkert til viðbótar.
Mynstrið byggist upp á því að láta ljóst og dökkt ráða til skiptis. Ég stakk teppið fríhendis.
Ég sá fyrirmyndina sem bakgrunn í þætti á QNNtv sem ég er áskrifandi að og hef verið í nokkur ár. Ég krotaði það niður og teiknaði það svo í EQ7 forritinu mínu.
Ég skar hvern einasta bút í 16 búta ferningnum niður með þessari stiku, mest einn í einu.
Þeir urðu samtals 560 talsins. Þríhyrningarnir voru heldur fljótlegri þar sem ég saumaði þá fyrst saman sem 2 ferninga og skar svo skáhallt í sundur.


Svona leit teppið út í EQ7 hjá mér.

Gleðilega páska!

8 ummæli:

  1. I love this pattern. I know I have seen something like it before - such a great way to use up scraps - so colorful!!!
    Karen
    http://karensquilting.com/blog/

    SvaraEyða
  2. Lureteppet ditt var fole fint!
    Eg trur du løyste eit UFO-problem for meg, - eg har nok 16bitars blokker til eit halvt teppe og skjønar det er trekantar som vert løysinga! Eg ryddar på syrommet mitt - min versjon vert raud og kvit!
    Gledeleg påske til deg!

    SvaraEyða
  3. For et fint teppe! Det er utrolig hva en kan få ut av rester. Ikke umulig at jeg lager noe lignende en dag :-)
    Ha ei fortsatt fin påske!

    SvaraEyða
  4. Så utrolig flott teppe du har sydd! Firkanter og trekanter kan virkelig trylles til noe så lekkert.

    SvaraEyða
  5. Kjempeflott :) Nesten så jeg får lyst til å sy et slikt og bare bruke rester....kan bli mange tepper av det ;) Ønsker deg ei fortsatt flott påske :)

    SvaraEyða
  6. Þetta kemur ljómandi vel út, gott jafnvægi í litunum svo munstrið nýtur sín vel. Þú ert einstaklega lagin við þetta.
    Gleðilega páska!

    SvaraEyða
  7. Unnur Ósk Kristjónsdóttir25. apríl 2011 kl. 11:46

    Einstaklega fallegt afgangateppi. Gaman að fylgjast með blogginu þínu, kíki reglulega hér inn.

    SvaraEyða
  8. Så flott quilt. Jeg liker godt de lune flotte stoffene brukt i dette teppet :o)

    SvaraEyða