Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 13. nóvember 2012

Jólakúlur a là Arne&Carlos

Undanfarið hef ég verið að prjóna jólakúlur upp úr bók þeirra Arne og Carlos, Julekuler. Ég pantaði mér hana á ensku í byrjun árs, en var ekkert farin að prjóna upp úr henni þar til nú.

Og þegar maður er byrjaður er ekki hægt að hætta. Ég er búin að prjóna allar 55 uppskriftirnar, og gerði tvær aukalega af einni þeirra. Ég set ekki lykkju í þær strax, mér finnst fallegt að láta þær liggja nokkrar saman í skál eða körfu o.s.frv. Ég notaði kambgarn og prjóna nr. 3, og fyllti þær með ullarkembu eins og höfundarnir mæla með.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að mér gafst tækifæri til að hlusta á fyrirlestur þeirra í Norræna húsinu fyrir rúmri viku, þar sem þeir voru hér á landi til að fylgja eftir íslenskri þýðingu á bókinni. Ég keypti íslensku bókina þótt ég ætti hana á ensku, og fékk áritun hjá þeim á báðar bækurnar.

10 ummæli:

 1. vá , en flott og heppin þú að fá eiginhandaráritun. Hvar færðu ullarkembu ?

  SvaraEyða
 2. Takk, Áslaug! Ég keypti ullarkembuna hjá Handprjónasambandinu. Ég var með þrjá liti af henni, eftir lit kúlunnar: rautt, hvítt og dökk grátt. Ég tróð í kúlurnar þegar 6 lykkjur voru eftir á hverjum prjóni, og kláraði svo að prjóna.
  Kær kveðja, Hellen

  SvaraEyða
 3. Mjög flott hjá þér!! Þessi bók er einmitt á óskalistanum mínum fyrir jólin!
  Kveðja
  Berglind Haf.

  SvaraEyða
 4. Hellen, þú ert snillingur ég fer ekki ofan af því.
  Glæsilegar kúlur hjá þér :)
  Kveðja, Ásta.

  SvaraEyða
 5. Mjög fallegt hjá þér :)

  Kveðja

  Margrét

  SvaraEyða
 6. Hrikalega flott og þvílík afköst

  SvaraEyða
 7. Erla Sverrisdóttir16. nóvember 2012 kl. 21:27

  Alltaf jafn dugleg Hellen mín, glæsilegt hjá þér. :)

  SvaraEyða
 8. Ekkert smá flott. Veit ég fæ bókina í jólagjöf í ár. Hlakka enn meira til núna eftir að hafa séð þínar kúlur :)

  SvaraEyða
 9. Dásamlegar kúlur, við systurnar ætlum að hafa kúlukvöld fljótlega.

  SvaraEyða
 10. Oj, så många du har gjort...blir ju hela julgranen full!
  Otroligt vackra och så mycket jobb!
  Kram!

  SvaraEyða