Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 8. febrúar 2014

Sokkar úr kambgarni

Mér finnst alltaf gaman að prjóna sokka. Þessa nota ég í vetrarskóna, og ég hafði þá með háu stroffi til að þeir sæjust vel upp úr skónum. Efri sokkarnir eru reyndar steingráir á litinn, alls ekki bláir, en svona mynduðust þeir úti í vetrarbirtunni.

Uppskriftin af hæl og framleista er mín uppáhalds, fylgir innan á miðanum á Fabel garninu, en stroffmunstrin fann ég í bókinni Sokkaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur. Ég notaði kambgarn og prjóna nr. 2,5.

 

1 ummæli: