Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 23. febrúar 2017

Saumavélarhlíf

Ný saumavél bættist í saumavélafjölskylduna í haust. Það er reyndar mynd af henni í síðustu færslu, Husqvarna Sapphire 965Q.
Kannski geri ég færslu um vélarnar mínar við tækifæri.
Ég breiði alltaf yfir vélarnar, svo ekki var um annað að ræða en að sauma hlíf.
Ég get snúið hlífinni, og þá lítur hún svona út.

Hringmunstrin eru quiltmunstur úr EQ7 forritinu mínu. Ég prentaði þau út og dró upp á þunnan pappír sem ég saumaði í gegnum á efnið.
Vélin getur gert breið munstur, svo ég varð að prófa það.
Hugsunin með að hafa ásettan kant neðst var að auvelt væri að brjóta inn af kantinum þegar framlengingarborðið væri á vélinni, eða þegar hún er felld niður í borð.
Munstruðu efnin eru frá Storkinum, einhver blanda af Kaffe Fassett og Amy Butler efnum, held ég.

1 ummæli: