Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 13. október 2020

Bútasaumsteppi á vegginn

Mig hefur vantað eitthvað fallegt á vegginn í forstofunni sem passaði í stærð.
Einhvers staðar á netinu sá ég svona blokkir og féll alveg fyrir þeim.
Ég veit ekki hvaðan þær eru eða hvað þær heita, en ég teiknaði svipaðar upp i EQ8 forritinu mínu og saumaði með pappírssaum.

Þær urðu 90 talsins.
Ég ákvað lika að hafa þetta svokallað “charm quilt” en þá er ekkert efni notað tvisvar.
Það þýddi að ég þurfti að taka fram 270 búta til að sníða úr auk efna í himinn, kant og bak, samtals 273 tegundir af efnum.

En það var gaman að sauma þetta og teppið lífgar svo sannarlega upp á vegginn í forstofunni.
Ég stakk í öll saumför og stakk svo með krákustíg með marglitum Gunold útsaumstvinna úr Pfaff.
Teppið er 101x147 cm að stærð.



 

3 ummæli: