Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 19. október 2020

Heimferðarsett

Þetta heimferðarsett prjónaði ég í september fyrir lítið skyldmenni sem væntanlegt er í heiminn eftir örfáar vikur.  Þetta er fimmta barnabarn yngri bróður míns, og kynið opinberast fyrst við fæðingu.  Móðirin valdi litinn og ég valdi uppskrift sem mér finnst passa á bæði kynin. Uppskriftin er úr Klompelompe - strikk til hele familien, nema hjálmhúfan, sem er úr Babystrik på pinde 3 og hin húfan er úr Ungbarnahefti Prjónajónu. Grunnurinn að sokkunum er reyndar frá henni líka, en ég hef breytt þeirri uppskrift aðeins.  Garnið er frá Gallery Spuna, Drops baby merino, og réttu tölurnar finn ég alltaf í Litlu Prjónabúðinni.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli