Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 20. janúar 2021

Dómínóteppi úr afgöngum

Fyrir nokkrum mánuðum flokkaði ég alla garnafganga vel eftir tegundum og setti í glæra poka. Ég á mikið af ungbarnagarni, og ég tók alla minnstu hnyklana og hafði þá sér og fylltu þeir alveg gráan ikea renniláspoka, eins og maður notar í eldhúsinu. Á aðventunni vantaði mig eitthvað að prjóna og greip þessa afganga og byrjaði að prjóna ferninga með dómínóprjóni, þar sem ekkert þarf að sauma saman. Ég átti nú alveg eins von á að ekkert yrði úr þessu en svona varð útkoman. Þetta er ekki stórt, 70x88 sm, en ömmustelpurnar tóku það til handargagns þegar þær voru hjá mér í vikunni og önnur þeirra lagði sig undir því. Garnið kláraðist alveg, pokinn er tómur, en ég bætti aðeins við rauða litinn í kantinum til að klára.



 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli