Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 8. janúar 2021

Leikskólakjóll


 Í byrjun aðventu saumaði ég þennan kjól á eina ömmustelpuna sem átti “ekkert til að fara í” á leikskólann. Hún hafði nefnilega séð skólasystur sína í kjól sem minnti á jólin og langaði í eitthvað svipað. Pabbinn vildi leysa málið en vissi ekki hvar hann ætti að kaupa kjól og var að auki á kafi í prófum. 
Hann hringdi því í ömmuna sem reddaði málunum í hvelli, keypti efni í Litlu músinni og fékk það með pósti fljótt og vel og útkoman varð þessi kjóll. Ég vildi ekki hafa jólamótíf í munstrinu heldur nota rauðan og hvítan lit til að gera hann jólalegan. Barnaefnin frá Litlu músinni er alveg æðislega falleg og úr lífrænni bómull, meðhöndlaðri án eiturefna.
Sniðið er hið klassíska frá Onion nr. 20047, og stærðin er 116.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli