Mig langaði að stinga náttfötum í jólapakka ömmubarnanna og þá kom í ljós að tvær af ömmustelpunum mínum, systurnar, vilja bara sofa í náttkjólum núorðið. Þess vegna var bara einfaldast að sauma þá sjálf og notaði ég sama snið og á leikskólakjólnum sem ég skrifaði um í síðustu færslu, Onion 20047. Efnið fékk ég í Föndru, lífræna bómull. Stærri kjólarnir eru í stærð 116 á fimm ára stelpurnar og sá minni í stærð 104 á þriggja ára dömuna. Þær sváfu allar þrjár í kjólunum sínum á jólanótt. Litli prinsinn fékk líka náttgalla en amma keypti hann.
Svo tilheyrði að sauma kjóla á dúkkubörnin í stíl. Sniðið af þeim er úr bókinni Sy og strikk dukkeklær eftir Anne Grethe Gaaserud.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli