Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 21. mars 2022

Armhlífar


Við erum með tvo hægindastóla úr taui í stofunni, og sit ég mikið í öðrum þeirra og prjóna. Ég var farin að setja litla bútasaumsdúka á armana til að hlífa þeim.


Þá fékk ég þá hugmynd að sauma bara hlífar á alla fjóra armana. Átti efni í lagernum mínum sem ég gat notað. Vildi ekki hafa þær áberandi, áttu helst að falla vel saman við litinn á stólunum.


Stakk allt í tígla horna á milli með bómullarvatti á milli. Notaði málningarteip til að fá beinar línur. Ég á auðvitað járn til að festa á vélina mína sem hjálpar við að sauma svona samsíða, beina sauma, en gleymdi þeim. Teipið virkar líka mjög vel. Prófa járnin næst.


Svona er bakið á hlífunum, skrautlegra, en getur líka verið flott að láta snúa upp.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli