Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 31. mars 2022

Golftreyja - Tynn Lilly-jakke

Ömmustelpu, sem verður sjö ára í sumar, vantaði nýja golftreyju, var vaxin upp úr þeirri sem ég prjónaði á hana þegar hún var fjögurra ára. Sú peysa hefur verið í stanslausri notkun og tekur tæplega fimm ára systirin glöð við henni. En þessi sem ég prjónaði núna er úr bókinni Klompelompe - Strikkefest og heitir Tynn Lilly-jakke. Hún er prjónuð þannig að bekkurinn efst er prjónaður sem lengja, síðan eru teknar upp lykkjur  á efri kantinum og hálsmálið prjónað, svo er tekið upp á neðri kantinum og prjónað niður. 


 Peysan er prjónuð fram og til baka og fannst mér það dálítið puð, en fínt bíla- og sjónvarpsprjón.  Ég prjónaði úr Lanett, daman valdi sjálf litinn og uppskriftina. Prjónarnir voru nr. 3 og 2,5, og í hnappalistann notaði ég prjóna nr. 2. Stærðin er á 8 ára. 


Svona leit munsturbekkurinn út þegar ég var búin að bleyta hann og strekkja, og taka upp lykkjur fyrir hálsmálið. Í uppskriftinni er manni ráðlagt að pressa bekkinn, en mér finnst betra að bleyta prjón, pressa aldrei.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli