Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 7. mars 2022

Hringtrefill



Þennan hringtrefil prjónaði ég handa öðrum syni mínum sem pantaði hann í afmælisgjöf.  Uppskriftin er í bókinnu Sjal og skjerf - strikking hele året eftir Bitte Mikkelborg. Garnið pantaði ég frá Kristínu í Vatnsnesi (sem er uppáhalds) og heitir liturinn Even Flow. Þetta er BFL garn í DK grófleika, prjónað á prjóna 4. Ég náði stærðinni nákvæmlega samkvæmt uppskriftinni, og trefillinn smellpassaði á eigandann. Hann valdi litinn sjálfur, að sjálfsögðu, en liturinn er ekki eins gulleitur og á myndinni, sem er tekin í janúar við slæm birtuskilyrði.


 Ég læt hér fylgja með mynd af treflinum úr bókinni, en þar heitir hann Vinterbølger skjerf.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli