Minni lengjan er 30 sm og var sú minnsta, og sú stærri um 46 sm, en hægt er að hafa þær ennþá stærri.
Ég er ekki viss um að myndirnar sýni alveg réttu hlutföllin, munurinn er ekki alveg eins mikill og þær sýna.
Ég hef áður prjónað þessa uppskrift. Mér finnst gaman að prjóna hana og stærðin og lagið á sjalinu er akkúrat eins og ég vil hafa það. Það heitir Aðventusjal, en þegar komið er svona nálægt páskum finnst mér hálf skrítið að vera að sýna sjal með þessu nafni. En það var prjónað fyrir þó nokkru síðan, ég hef það mér til afsökunar. Hér eru allar upplýsingar um hvar uppskriftina er að finna. Ég man ekkert hvaðan garnið er, átti það í handlitaða garnsafninu mínu, en prjónarnir voru nr. 4.