
Þennan dúk gerði ég fyrir 2-3 árum. Þá var ég áskrifandi að sýnishornum frá Bót á Selfossi. Ég náði að gera þrjú verkefni úr þessum sýnishornum, og þetta er eitt þeirra. Annað verkefni var dúkur, sem ég sýndi hér 12. mars

Ég valdi rómantísku efnin og bætti þremur við frá sjálfri mér. Bláa efnið átti ég og hafði aldrei getað notað það í neitt, en þarna smellpassaði það. Dúkurinn er alfarið handsaumaður með sömu aðferð og taskan sem ég sýndi hér á undan.

Snilldin felst auðvitað í því að dúkurinn er fullfrágenginn þegar bútarnir eru komnir saman.
Kjæmpefin japansk sydd duk !
SvaraEyðaSkal prøve teknikken en gang selv ,men har for mange jern i ilden samtidig desverre :o)))
Beautiful!
SvaraEyðaSæl.
SvaraEyðaMér finnst þessi aðferð svo sniðug, gott að hafa þetta í veskinu sínu. Ég hef lítið verið að gera síðustu daga en er að komast í gang aftur. Sjáumst fyrr en síðar :) Kveðja, Anna.